Lagaskilmálar

Veldu land

Almennar upplýsingar Almennar upplýsingar
Viðbótarupplýsingar Viðbótarupplýsingar
Upplýsingar um auka ökumann Upplýsingar um auka ökumann
Aldursskilyrði Aldursskilyrði
Ökuskirteini og persónuskilríki Ökuskirteini og persónuskilríki
Greiðslumöguleikar Greiðslumöguleikar
Afbókanir og ef bíll er ekki sóttur/ónýttir dagar Afbókanir og ef bíll er ekki sóttur/ónýttir dagar
Að fara með bifreið úr landi Að fara með bifreið úr landi
Leigja bíl aðra leið Leigja bíl aðra leið
Sérstakur búnaður Sérstakur búnaður
Ýmislegt Ýmislegt

    Almennar upplýsingar

Það er okkur mikilvægt að þú njótir þess að leigja ökutæki hjá okkur og hafir allar þær upplýsingar sem þú þarfnast. Þetta skjal inniheldur upplýsingar um leiguna. Við hvetjum þig til að lesa það, það gæti tekið smá stund en mun spara þér tíma síðar í ferlinu.

Það fyrirtæki sem sér þér fyrir bílaleigubíl á Íslandi er:
Alp hf.
Holtavegur 10
104 Reykjavik
Iceland
Það er mögulegt að þetta sé ekki sama fyrirtæki og þú gerir bókunina hjá.

Til þess að gera bókun, breyta bókun eða láta okkur vita af vandamáli meðan á leigu stendur vinsamlegast hafðu samband við sölu- og þjónustuverið okkar:
Tölvupóstur: avis@avis.is
Sími: +354 591 4000
Sölu- og þjónustuverið er opið frá kl. 08:00-18:00 alla daga vikunnar.

Ef þú vilt vera í sambandi við okkur vegna einhvers sem getur komið upp eftir að þú hefur skilað bílaleigubílnum, vinsamlegast hafðu samband við Customer Service deildina okkar með tölvupósti: customerservice@avis.is

Virðisaukaskattur er 24% - allt í leigunni þinni er virðisaukaskattskylt á Íslandi, fyrir utan tryggingar.

Önnur gjöld:
Allar leigur sem hefjast á Keflavíkurflugvelli bera flugvallargjald að upphæð ISK 5.400,- með vsk.

Viðbótarupplýsingar


Gjafabréf
Aðeins er hægt að bóka með gjafabréfi í gegnum sölu- og þjónustuver Avis, annað hvort með því að hringja í síma 591 4000 eða senda tölvupóst á avis@avis.is

Upplýsingar um auka ökumann


Aukaökumenn verða að vera skráðir á leigusamning og uppfylla sömu kröfur og aðal ökumaður. Gjald fyrir aukaökumann er 900 ISK á dag, með vsk. Mest er greitt fyrir 7 daga eða 6.300 ISK.

Aldursskilyrði


Fólksbílar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 20 ára. Fyrir ökumenn sem eru 18-19 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, skv. verðskrá leigusala.

Jepplingar, jeppar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 23 ára. Fyrir ökumenn sem eru 20-22 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, skv. verðskrá leigusala.

Stærri jeppar og lúxusbílar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 25 ára. Fyrir ökumenn sem eru 23-24 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, skv. verðskrá leigusala.

Enginn hámarksaldur.

Gjald fyrir unga ökumenn er 1.000 ISK á dag með vsk. Mest er greitt fyrir 7 daga eða 7.000 ISK.

Ökuskirteini og persónuskilríki


Ökumaður skal framvísa ökuskírteini, sem hefur verið í gildi í minnst 1 ár (3 ár fyrir stærri jeppa og lúxusbíla). Hafi ökumaður haft ökuréttindi í meira en 1 ár (3 ár) en það kemur ekki fram á ökuskírteini hans skal ökumaður framvísa fyrri ökuskírteinum eða staðfestingu, frá viðeigandi opinberri stofnun, sem sýnir upphaflegan útgáfudag ökuréttinda.

Ökumaður stærri bifreiða, sem samkvæmt lögum hverju sinni þarf aukin ökuréttindi til að aka, skal framvísa ökuskírteini sem uppfyllir slík skilyrði, við gerð leigusamnings.

Ökumaður skal framvísa alþjóðlegu ökuskírteini eða vera með opinbera þýðingu á ökuskírteini: sé ökuskírteinið ekki í latnesku letri, þ.e. í t.a.m. kínversku, arabísku, grísku, rússnesku, hebresku eða japönsku letri; sé ökuskírteinið gefið út utan Evrópu og Norður Ameríku.

Greiðslumöguleikar


Við upphaf leigu skal leigutaki framvísa kreditkorti á leigustöð (MasterCard, Visa, American Express eða Diners), sem sannarlega er í eigu leigutaka. Ekki er tekið við reiðufé, debetkortum eða fyrirframgreiddum kreditkortum.

Afbókanir og ef bíll er ekki sóttur/ónýttir dagar


Fyrirframgreiddar bókarnir:

Ef afbókun fer fram sama dag og bókun er gerð fæst full endurgreiðsla og ekkert afbókunargjald er tekið.

Ef afbókun fer fram meira en 3 dögum fyrir áætlaðan leigudag fæst full endurgreiðsla að frádregnu afbókunargjaldi 5.500 ISK.

Ef afbókun fer fram minna en 3 dögum fyrir áætlaðan leigudag fæst endurgreiðsla að frádregnu andvirði 3ja leigudaga. Sé leigutíminn styttri en 3 dagar þá er allur kostnaður leigunnar innheimtur.

Ef afbókun fer fram á áætluðum leigudegi eða leigutaki afbókar ekki og kemur ekki til að sækja ökutæki fæst engin endurgreiðsla.


Ekki fyrirframgreiddar bókanir:

Ekkert afbókunargjald nema ef afbókun fer fram á áætluðum leigudegi. Þá er innheimt umsýslugjald að upphæð 7.000 ISK.

Að fara með bifreið úr landi


Leigutaka er óheimilt að flytja ökutækið úr landi.

Leigja bíl aðra leið


Innan Íslands:
Reykjavík til Keflavíkur: 4.500 ISK (með vsk).
Keflavík til Reykjavíkur: Ókeypis.
Akureyri til/frá Sauðárkróki: 9.000 ISK (með vsk).
Á milli annarra staða: 18.000 ISK (með vsk).

Sérstakur búnaður


SÉRSTAKUR BÚNAÐUR
BBS UNGBARNABÍLSTÓLL – Í BEIÐNI – 4.500 ISK Á LEIGU MEÐ VIRÐISAUKA.
CSS BARNABÍLSTÓLL – Í BEIÐNI – 4.500 ISK Á LEIGU MEÐ VIRÐISAUKA.
CBS BARNAUPPHÆKKUN – Í BEIÐNI – 2.000 ISK Á LEIGU MEÐ VIRÐISAUKA.
VETRARDEKK FYLGJA FRÍTT MEÐ YFIR VETRARTÍMANN.
SKÍÐAGRIND OG SNJÓKEÐJUR ERU EKKI TIL.

GPS LEIÐARVÍSIR Í BOÐI BÆÐI Í REYKJAVÍK OG KEFLAVÍK. FYRIR ALLA BÍL. VERÐ Á DAG 1.900 ISK MEÐ VIRÐISAUKA ( MAX. 7 DAGAR / 13.300 ISK)
WIFI Í BOÐI BÆÐI Í REYKJAVÍK OG KEFLAVÍK. FYRIR ALLA BÍLA. VERÐ Á DAG 1.500 ISK MEÐ VIRÐISAUKA ( MAX. 7 DAGAR / 10.500 ISK)
TRAVEL GUIDE Í BOÐI BÆÐI Í REYKJAVÍK OG KEFLAVÍK. FYRIR ALLA BÍL. VERÐ Á DAG 2.500 ISK MEÐ VIRÐISAUKA ( MAX. 7 DAGAR / 17.500 ISK)

Ýmislegt


Viðbótarkostnaður
Flugvallargjald: 5.400 ISK (m.vsk) á hverja leigu.
Umhverfisgjald: 650 ISK (m.vsk) á hverja leigu.